júlí 28, 2004
Enn af bílastæði
Myndatökumaður og fréttamaður frá RÚV voru hér áðan að taka myndir af bílastæðinu og spjalla við bóndann um hugmyndina. Hvenær fréttin verður sýnd, veit ég ekki. Fer eftir hversu mikil gúrkutíð er á fréttastofunni.
Annað sem ég hef áhyggjur af er aksturslag manna hér í skóginum. Það er brunað á fullri ferð gegnum skóginn, þar sem fullt er af ferðafólki á öllum aldri, gangandi, hjólandi og akandi. Ef ekkert verður að gert, endar þetta með stórslysi.
Annað sem ég hef áhyggjur af er aksturslag manna hér í skóginum. Það er brunað á fullri ferð gegnum skóginn, þar sem fullt er af ferðafólki á öllum aldri, gangandi, hjólandi og akandi. Ef ekkert verður að gert, endar þetta með stórslysi.