júlí 13, 2004
Áfram í fríi !
Við erum í sumarfríi ennþá og erum að brasa í garðinum, skipta um jarðveg og þekja bílaplanið með lerkikubbum. Notum þá eins og hellur eða steina. Verkið er tilraun sem gaman verður að sjá hvernig kemur út.
Björninn og Eyjastúlkan fóru í stutta ferð til Eyja og á morgun ætlar frumburðurinn að drífa sig til Færeyja á tónlistarhátíð sem kallast G-festival. Þetta eru að verða algjörir eyjapeyjar þessir strákar mínir.
Og loks er hér ein smásaga frá því í morgun. Ég hitti konu í "kauffélæinu" og við vorum eitthvað að tala um iðnaðarmenn. Hún fnæsti og hnussaði og sagði sínar farir ekki sléttar. Það hefði flætt vatn inn til hennar og parkett eyðilagst og þurft að leggja nýtt. Hún hafði síðan lent í miklu brasi við að fá einhvern til að vinna verkið. Allir iðnaðarmenn eru upp fyrir haus í verkefnum og eins og hún sagði "bara hægt að fá einhverja aumingja sem eru með hendurnar á kafi í afturendanum á sér ". Myndrænt, ekki satt ?
En svona er "gullæðið" að fara með menn hérna fyrir austan.
Björninn og Eyjastúlkan fóru í stutta ferð til Eyja og á morgun ætlar frumburðurinn að drífa sig til Færeyja á tónlistarhátíð sem kallast G-festival. Þetta eru að verða algjörir eyjapeyjar þessir strákar mínir.
Og loks er hér ein smásaga frá því í morgun. Ég hitti konu í "kauffélæinu" og við vorum eitthvað að tala um iðnaðarmenn. Hún fnæsti og hnussaði og sagði sínar farir ekki sléttar. Það hefði flætt vatn inn til hennar og parkett eyðilagst og þurft að leggja nýtt. Hún hafði síðan lent í miklu brasi við að fá einhvern til að vinna verkið. Allir iðnaðarmenn eru upp fyrir haus í verkefnum og eins og hún sagði "bara hægt að fá einhverja aumingja sem eru með hendurnar á kafi í afturendanum á sér ". Myndrænt, ekki satt ?
En svona er "gullæðið" að fara með menn hérna fyrir austan.