júlí 13, 2004
Framkvæmdir hafnar !
Við hófumst handa við að "parketleggja" bílastæðið í dag. Fyrst var að fara og vinna efnið í kantana, ydda og saga sundur lerkistaura sem eiga að afmarka stæðið á tvo vegu. Alls voru þetta um 50 staurar, sem yddaðir voru í báða enda og síðan sagaðir í tvennt. Næsta skref er að reka þá niður umhverfis stæðið. Bóndinn hafði af að koma u.þ.b. helmingnum niður áður en góðir gestir komu í kvöldmat. Veðrið var svo gott að við borðuðum úti á palli. Síðan var farið í krokket-keppni, sem bóndinn vann með minni hjálp, óvart samt.
Á morgun ætla ég að fara með þessu ágæta fólki á hestbak. Bóndi minn er ekki mikill hestamaður, hefur aðeins tvisvar farið á hestbak svo ég viti til. Hann heldur því fram að það sé vitfirring hrein að fara af stað á tæki sem hvorki er með bremsur né stýri í lagi. Vill frekar halda áfram að berja niður staurana en að fara með á hestbak.
Frumburðurinn er kominn til Færeyja, vann fram að hádegi, flaug suður með kaffivélinni og var kominn til Færeyja um hálf-ellefu. Ekkert verið að eyða of löngum tíma í þetta.
Á morgun ætla ég að fara með þessu ágæta fólki á hestbak. Bóndi minn er ekki mikill hestamaður, hefur aðeins tvisvar farið á hestbak svo ég viti til. Hann heldur því fram að það sé vitfirring hrein að fara af stað á tæki sem hvorki er með bremsur né stýri í lagi. Vill frekar halda áfram að berja niður staurana en að fara með á hestbak.
Frumburðurinn er kominn til Færeyja, vann fram að hádegi, flaug suður með kaffivélinni og var kominn til Færeyja um hálf-ellefu. Ekkert verið að eyða of löngum tíma í þetta.