<$BlogRSDURL$>

júlí 15, 2004

Hott, hott á hesti..... 

Ég fór á hestbak í dag ásamt vinum okkar úr borginni. Stúlkurnar, 9 og 13 ára, stóðu sig aldeilis bærilega og höfðu gaman af. Móðir þeirra datt bara einu sinni af baki, eða "lak af baki" eins og bóndi hennar lýsti því. Hún meiddi sig ekkert og því í lagi að gera smá grín að öllu saman. Ég komst hins vegar að því að það er eins með hestamennskuna og hjólreiðar, ef maður lærir undirstöðuatriðin sem unglingur, rifjast kunnáttan hratt upp. Annað sem er líkt með þessu tvennu er að eymsla verður vart í ákveðnum líkamshluta þegar frá líður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?