júlí 30, 2004
Pabbi á afmæli í dag...
og Þórhallur frændi minn líka. Til hamingju báðir tveir !! Þeir eru samtals um 150 ára gamlir karlarnir, eru báðir staddir á Kirkjumelnum og skemmta sér örugglega vel. Við vorum einmitt að ræða það um daginn við pabbi, hvað það væri ónærgætið af fólki að eignast börn á þessum tíma árs, svo óhentugt upp á veisluhöld og síðari tíma afmæli.
Á morgun er brúðkaup - Hálfdan frændi minn er að fara að giftast Erlu sinni. Verður örugglega gaman. Verst að ég skuli endilega vera svona í bakinu.
Nágrannar okkar og vinir hérna neðar í götunni eru að pakka saman búslóðinni og flytja á mölina í Reykjavík. Verður leiðinlegt að missa þau í burtu. Bóndinn og björninn eru að hjálpa þeim að bera dót út í flutningabíl en ég ligg bara hér heima í mínum aumingjaskap og get ekki einu sinni hjálpað til.
FÚLT !!
Á morgun er brúðkaup - Hálfdan frændi minn er að fara að giftast Erlu sinni. Verður örugglega gaman. Verst að ég skuli endilega vera svona í bakinu.
Nágrannar okkar og vinir hérna neðar í götunni eru að pakka saman búslóðinni og flytja á mölina í Reykjavík. Verður leiðinlegt að missa þau í burtu. Bóndinn og björninn eru að hjálpa þeim að bera dót út í flutningabíl en ég ligg bara hér heima í mínum aumingjaskap og get ekki einu sinni hjálpað til.
FÚLT !!