<$BlogRSDURL$>

júlí 15, 2004

Strit og púl ! 

Oh, hvað ég vildi eiga heitan pott úti á palli núna. Við erum búin að vera í allan dag að saga lerkiboli niður í 20 cm langa búta, koma þeim upp á vagn og keyra þá heim í hlað, þar sem þeir eiga að koma í stað malbiks eða hellulagnar á bílastæðið okkar. Þetta er búið að vera heilmikil vinna og ekki búið enn. Á morgun verður svo farið að raða kubbunum á planið. Kannski vantar meira efni og þá þurfum við bara að saga meira, en ég vona að þetta sleppi.
Stefni að því að setja myndir af framtakinu inn á netið þegar lengra verður komið í framkvæmdum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?