ágúst 13, 2004
Af afmælum
Elsti bróðir minn, Steinþór, er fimmtugur. Á sunnudaginn verður Haraldur, næstelsti bróðir minn, fimmtugur. Hann ætlar að vera í Mjóafirði um helgina og þangað ætlum við hjónin á morgun ef bakið á mér þá leyfir. Hann tilkynnti að það væri harðbannað að færa honum gjafir, nema þá ef hægt væri að eta þær eða drekka á staðnum. Pabbi tautaði nú eitthvað í þá áttina að Haraldi yrði nú illt ef hann ætlaði að éta afmælisgjöfina frá foreldrum sínum, ég segi ekki meir. Þau verða fjarri góðu gamni, gömlu hjónin, eru í Rínardalnum að taka út vínframleiðsluna.
Einar, yngsti bróðir minn, ætlar að sigla með gesti frá Neskaupstað en við ætlum að fara akandi. Það liggur samt við að mig langi til að keyra frekar á Norðfjörð og fara siglandi í afmælið. Það er vissulega meiri stíll yfir því.
Það sem er skelfilegt við þetta allt saman er að ég er næst í systkinaröðinni - næsta fimmtugsafmæli í fjölskyldunni er víst mitt, en hey, það er nú svoooo langt þangað til !!!
Einar, yngsti bróðir minn, ætlar að sigla með gesti frá Neskaupstað en við ætlum að fara akandi. Það liggur samt við að mig langi til að keyra frekar á Norðfjörð og fara siglandi í afmælið. Það er vissulega meiri stíll yfir því.
Það sem er skelfilegt við þetta allt saman er að ég er næst í systkinaröðinni - næsta fimmtugsafmæli í fjölskyldunni er víst mitt, en hey, það er nú svoooo langt þangað til !!!