<$BlogRSDURL$>

ágúst 16, 2004

Hálfrar aldar Haraldur 

Já, Haddi karlinn er orðinn fimmtugur. Hann var búinn að banna okkur að færa sér pakka, aðeins væri leyfilegt að koma með matvæli og drykkjarföng. Með þetta í huga, útvegaði ég mér heimareykt sauðahangiket og íslenskt brennivín, og útbjó malpoka að hætti Stikilsberja-Finns eða bara Andrésar andar.

Það var mikið borðað eins og venjulega þegar þessi fjölskylda hittist. Hangikjötið var spænt upp hrátt, svona í forrétt, lambalærin og svartfuglinn hurfu eins og dögg fyrir sólu og terta, aðalbláber og rjómi settu svo punktinn yfir i-ið.
Danni bróðir skrapp samt inn í eldhús að fá sér lokanart af lambalærinu, bara svona til að klára máltíðina.

Það er ofboðslega mikið af aðalbláberjum í Mjóafirði og víðar á fjörðunum. Krækiber sjást hins vegar varla, að mér skilst.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?