ágúst 06, 2004
Húsgögn, flutningar og heimsóknir
Það eru umbrot og breytingar allt í kringum mig þessa dagana. Fólk að flytja burtu og fólk að flytja heim aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Ég held ég verði í nokkurn tíma að átta mig á þessu öllu saman.
Húsgögnin sem við keyptum á Akureyri eru að tínast hingað austur. Stólarnir komnir en borðstofuborð og skenkur koma trúlega á mánudaginn. Við erum svo heppin að Bjössi mágur er á ferðinni hér á milli reglulega og tekur þetta með sér eftir því sem pláss leyfir hverju sinni. Við sleppum a.m.k. við að taka upp japanska borðsiði.
Hildigunnur kom í skóginn í gær og fékk sinn margumtalaða göngutúr um skóginn. Vona að hún hafi ekki haft neitt illt af því. Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Nú er Nanna næst, enda hefur hún aldrei á Austurland komið, sem er auðvitað skandall !! Er ekki rétt að fara að planleggja ferð saumaklúbbsins austur á land ??
Húsgögnin sem við keyptum á Akureyri eru að tínast hingað austur. Stólarnir komnir en borðstofuborð og skenkur koma trúlega á mánudaginn. Við erum svo heppin að Bjössi mágur er á ferðinni hér á milli reglulega og tekur þetta með sér eftir því sem pláss leyfir hverju sinni. Við sleppum a.m.k. við að taka upp japanska borðsiði.
Hildigunnur kom í skóginn í gær og fékk sinn margumtalaða göngutúr um skóginn. Vona að hún hafi ekki haft neitt illt af því. Mér fannst þetta bara skemmtilegt. Nú er Nanna næst, enda hefur hún aldrei á Austurland komið, sem er auðvitað skandall !! Er ekki rétt að fara að planleggja ferð saumaklúbbsins austur á land ??