<$BlogRSDURL$>

ágúst 12, 2004

Lítill fugl 

Í skóginum okkar hafa tekið sér bólfestu pínulitlir fuglar sem kallast glókollar. Þeir eru töluvert minni en músarindillinn, sem hingað til hefur verið talinn minnsti fugl á Íslandi. Glókollurinn er mjög kvikur og erfitt að koma auga á hann, en sítístandi þannig að yfirleitt veit maður af honum ef hann er einhvers staðar nálægur.
Í dag var ég úti í garði og heyrði tístið í þessum nýbúum fyrir neðan húsið hjá mér. Ég var að reyna að koma auga á þá en gekk illa. Stuttu seinna fór ég inn og heyrði þá eitt bank á dyrnar hjá mér. Ég fór til dyra, en sá engan mann, en á stéttinni fyrir framan dyrnar kúrði lítill glókollur. Hann hefur sennilega flogið á gluggann við hliðina á útidyrunum.
Ég tók hann upp og hélt fyrst að hann væri dauður, en svo var ekki.
Svona leit krílið út:

Þegar ég var búin að taka þessa mynd, sleppti ég greyinu og hann flaug upp í grenitré rétt fyrir neðan húsið hjá mér. Vonandi verður honum ekki meint af ævintýrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?