<$BlogRSDURL$>

ágúst 26, 2004

Þolinmæði 

Ég vildi að það væri hægt að fara í Apótekið og kaupa þolinmæði í pökkum. Ég er nefnilega búin með mína. Í Apótekinu er hægt að kaupa lyf við flestum okkar kvillum og þess vegna væri bara snjallt að selja þar þolinmæði í svona litlum flötum pökkum. "Notist innvortis eftir þörfum" gæti verið áletrunin. Kannski væri rétt að selja þá aðeins gegn lyfseðli og þá kannski 20 % meira þegar maður er að bíða eftir að komast að hjá sérfæðingum innan heilbrigðisgeirans.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?