<$BlogRSDURL$>

ágúst 22, 2004

Íþróttir og amma 

Mjallhvít mágkona mín, varð amma á dögunum og í gær var litla stúlkan skírð í höfuðið á ömmu sinni.
Á Skriðuklaustri var í dag haldið mót í óhefðbundnum íþróttum, pokahlaupi, fjárdrætti, bændaglímu, rófukasti og steinatökum. Bóndinn og frumburðurinn tóku þátt í flestum greinum og stóðu sig bara vel, Erlingur Mjallhvítarson var þeim þó fremri í flestu. Aðferðir voru nokkuð frjálslegar og ég veit ekki hvort það telst löglegt í glímu að halda andstæðingnum á lofti og láta hann dingla fótunum, en það var aðferðin sem bóndinn notaði á nafna sinn, staðarhaldara á Klaustri, í úrslitum bændaglímunnar.
En þetta var gaman, gott veður, létt yfir fólki og allir skemmtu sér á sinn hátt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?