ágúst 12, 2004
Um víðan völl ....
Enn einn heitur dagur runninn upp. Hitinn kominn vel yfir 20 stig fyrir kl. 9 að morgni.
Ég fór ekki í vinnuna í gær, sá fram á að endast frekar stutt, þar sem bakið var með verra móti. Gerði fátt annað en dorma úti á palli og rölta um næsta nágrenni.
Hérna skammt frá er hús sem er notað sem orlofshús á sumrin og þangað koma nýir íbúar í hverri viku. Þegar ég gekk þar framhjá í gær sá ég andlit sem ég kannaðist við. Þar voru þá systkini ásamt móður sinni, sem dvöldu oft um lengri eða skemmri tíma í minni heimasveit á árum áður. Ég fór og heilsaði þeim og við spjölluðum smástund um heima og geima. Skrítið hvað það er auðvelt að tala við þá sem maður þekkti sem barn, þó lítið sem ekkert samband hafi verið öll þessi ár.
Foreldrar mínir eru að fara til Þýskalands á morgun. Ekki kannski markvert að öðru leyti en því að móðir mín hefur aldrei áður komið út fyrir landsteinana. 76 ára í sinni fyrstu utanlandsferð. Ég vona bara að þau skemmti sér vel.
Veit ekki hvað ég geri í dag. Er að bíða eftir símtali frá lækninum mínum, sem er að reyna að koma mér að hjá taugasérfræðingi.
Pallurinn minn er óþarflega heitur til að vera þar allan daginn í svona veðri. Í gær var hann svo heitur að það var ekki hægt að ganga berfættur á honum. Kannski ég skreppi út í skóg að finna mér rifs. Það vex villt hér út um allt og lítur út fyrir góða uppskeru þetta árið.
Ég fór ekki í vinnuna í gær, sá fram á að endast frekar stutt, þar sem bakið var með verra móti. Gerði fátt annað en dorma úti á palli og rölta um næsta nágrenni.
Hérna skammt frá er hús sem er notað sem orlofshús á sumrin og þangað koma nýir íbúar í hverri viku. Þegar ég gekk þar framhjá í gær sá ég andlit sem ég kannaðist við. Þar voru þá systkini ásamt móður sinni, sem dvöldu oft um lengri eða skemmri tíma í minni heimasveit á árum áður. Ég fór og heilsaði þeim og við spjölluðum smástund um heima og geima. Skrítið hvað það er auðvelt að tala við þá sem maður þekkti sem barn, þó lítið sem ekkert samband hafi verið öll þessi ár.
Foreldrar mínir eru að fara til Þýskalands á morgun. Ekki kannski markvert að öðru leyti en því að móðir mín hefur aldrei áður komið út fyrir landsteinana. 76 ára í sinni fyrstu utanlandsferð. Ég vona bara að þau skemmti sér vel.
Veit ekki hvað ég geri í dag. Er að bíða eftir símtali frá lækninum mínum, sem er að reyna að koma mér að hjá taugasérfræðingi.
Pallurinn minn er óþarflega heitur til að vera þar allan daginn í svona veðri. Í gær var hann svo heitur að það var ekki hægt að ganga berfættur á honum. Kannski ég skreppi út í skóg að finna mér rifs. Það vex villt hér út um allt og lítur út fyrir góða uppskeru þetta árið.