september 08, 2004
Blágreni, ekkert smágreni !
Á lóðinni minni, sem er í Hallormsstaðaskógi miðjum, eru nokkur blágrenitré. Þau eru hreinræktaðir Íslendingar, því þau eru ræktuð upp af fræi af elstu blágrenitrjám sem til eru hér í skóginum og gjarnan eru kölluð kóngurinn og drottningin. Þeim trjám var plantað 1905 að mig minnir, en trén sem eru á lóðinni minni gætu verið nálægt 25 ára aldrinum. Þegar við fluttum hingað inn fyrir nákvæmlega 12 árum síðan, voru þetta 2-3 metra ræflar sem varla sáust. Núna er bara árssprotinn á þeim á annan metra á lengd. Þau eru farin að takmarka útsýnið sem ég hef haft á Fljótið. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að fjarlægja þau sem næst standa, en svo fór ég að hugsa:
Kannski langar mig ekkert að sjá Fljótið þegar það verður orðið moldarbrúnt á lit og að hálfu leyti ættað af Jökuldal.
Þau verða ekki höggvin alveg strax !
Kannski langar mig ekkert að sjá Fljótið þegar það verður orðið moldarbrúnt á lit og að hálfu leyti ættað af Jökuldal.
Þau verða ekki höggvin alveg strax !