september 13, 2004
Haust
Það er að koma haust. Í morgun var Höttur, fjallið sem íþróttafélagið á Egilsstöðum dregur nafn sitt af, hvítur niður í miðjar hlíðar. Skógurinn er að fá á sig haustlitina og það er látlaus drífa af laufblöðum.
Ég fór á föstudaginn að tína mér rifs. Það var fljótgert, eiginlega mokstur frekar en tínsla. Nærri fjórir lítrar af eðalhlaupi liggja eftir tæplega klukkutíma tínslu. Rifs vex villt um allan skóg og það er alltaf hægt að finna runna sem fuglar eða menn hafa ekki náð að hreinsa. Þessi sem ég tíndi af var á bak við viðarskýli skógræktarinnar, á stað þar sem engum dettur í hug að vaxi rifs.
Ég fór á föstudaginn að tína mér rifs. Það var fljótgert, eiginlega mokstur frekar en tínsla. Nærri fjórir lítrar af eðalhlaupi liggja eftir tæplega klukkutíma tínslu. Rifs vex villt um allan skóg og það er alltaf hægt að finna runna sem fuglar eða menn hafa ekki náð að hreinsa. Þessi sem ég tíndi af var á bak við viðarskýli skógræktarinnar, á stað þar sem engum dettur í hug að vaxi rifs.