september 28, 2004
Haustlitir
Skógurinn er að taka á sig haustlitina og er orðinn alveg ólýsanlega fallegur. Hver dagur sýnir ný litbrigði í grænu, gulu og brúnu litasamspili. Veðrið er bjart og stillt og núna í morgun var allt hvíthélað.
Þarf að drífa mig í skógargöngu í dag, á að labba eins mikið og ég treysti mér til. Annars dunda ég mér við ýmis gæluverkefni í tölvunni. Eitt þeirra er að setja saman vídeó-klipp úr nokkrum ljósmyndum og tónlistarbútum. Er með forrit sem heitir ArcSoft VideoImpression, en finnst það ekki nógu skemmtilegt í notkun. Getur einhver bent mér á Shareware-forrit sem er þægilegt að nota í svona vinnu ?
Þarf að drífa mig í skógargöngu í dag, á að labba eins mikið og ég treysti mér til. Annars dunda ég mér við ýmis gæluverkefni í tölvunni. Eitt þeirra er að setja saman vídeó-klipp úr nokkrum ljósmyndum og tónlistarbútum. Er með forrit sem heitir ArcSoft VideoImpression, en finnst það ekki nógu skemmtilegt í notkun. Getur einhver bent mér á Shareware-forrit sem er þægilegt að nota í svona vinnu ?