september 21, 2004
Höfuðborgardvöl.
Stéttarfélag bóndans á sterkan sjúkrasjóð sem m.a. hefur keypt íbúð, sem félagar utan af landi geta fengið til afnota í tilvikum sem þessum. Hún er eingöngu notuð í veikindatilfellum, rúmgóð björt og þægileg. Hér höfum við dvalið síðan á laugardag og getum dvalið nokkra daga enn ef við þurfum á því að halda.
Útsýnið af 7. hæð í Lautarsmára er gott, Smáralindin, Bónus, Elko, Rúmfatalagerinn og McDonalds. Það er ekki hægt að biðja um meira - er það nokkuð ?
Útsýnið af 7. hæð í Lautarsmára er gott, Smáralindin, Bónus, Elko, Rúmfatalagerinn og McDonalds. Það er ekki hægt að biðja um meira - er það nokkuð ?