september 26, 2004
Komin heim
Oh, hvað það er gott að vera komin heim ! Í staðinn fyrir að vakna við umferðardyninn sem byrjaði í Kópavoginum svona um sex-leytið og jókst síðan jafnt og þétt fran undir kl. tíu, svaf ég eins og steinn fram til klukkan 9. Þá fór ég að losa svefninn, heyrði ekkert nema regndropa sem duttu létt á þakið. Ég ætla að vera vakandi fyrir því á næstunni hvað það er gott að búa hér í skóginum.