<$BlogRSDURL$>

september 29, 2004

Reyktur lundi 

Björninn og Eyjastúlkan eru flutt í íbúð hérna rétt hjá okkur. Í kvöld var okkur boðið í mat, matseðillinn hljóðaði upp á reyktan lunda með rófum, kartöflum og jafningi. Fyrsta skipti sem ég bragða þann fugl. Verð að segja að mér fannst hann eiginlega ekkert sérstakur, bara svona þokkalegur matur.
Dagurinn var annars bjartur og fallegur. Fór í klukkutíma göngutúr um hádegið, skógurinn er alveg ofboðslega fallegur núna, haustlitirnir í hámarki. Finn hvernig rösk ganga tekur í bak og fætur, stefni að því að ganga aðeins lengra á morgun en í dag. Vona bara að veðrið haldist sæmilegt.
Seinni hluta dagsins eyddi ég í gæluverkefni sem ber vinnuheitið "Lost in sveit - the Video". Er komin á góðan rekspöl með það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?