september 10, 2004
Tuttugu þúsund !!
Teljarinn minn er að nálgast 20.000 !! Miðað við að heimsóknir séu nálægt hundrað á dag, rúllar hann í þessa tölu á morgun. Endilega leyfið mér að vita hver hittir á þessa tölu. Síðast hét ég þeim heppna "guided tour" um Hallormsstaðaskóg. Hildigunnur fékk töluna þá, mætti austur í sumar og fór í umræddan göngutúr.