<$BlogRSDURL$>

september 24, 2004

Að vera eða vera ekki ólétt ... 

Það er sama hvar ég hef komið við í dag, allir eru að tala um stúlkuna frá Selfossi sem gekk með barn í 9 mánuði án þess að vita af því.
Ég segi fyrir mig: "Það lék aldrei nokkur vafi á ástandi mínu þegar ég gekk með syni mína. Ég var eins og fíll á ferðalagi [tilvitnun í bróður minn] og sparkárátta þeirra augljós."

Ég á því erfitt með að setja mig í spor stúlkunnar. Hins vegar veit ég um konu sem var í mörg ár búin að reyna að eignast barn, var uppgefin og búin að sætta sig við barnleysið. Þegar blæðingar féllu niður fór hún til læknis sem brosti bara vorkunnlátur og sagði henni að hún væri komin á breytingaskeiðið.
Nokkrum mánuðum og nokkrum kílóum (sem sögð voru afleiðing af hægari brennslu vegna breytingaskeiðsins), fékk konan endurtekin óþægindi í kviðarhol og var eftir nokkurn tíma send í ómskoðun til að athuga hvort bris og gallblaðra væru í eðlilegu ástandi. Þá kom í ljós að frúin var ekki bara ófrísk heldur komin á áttunda mánuð og eignaðist nokkrum vikum síðar hraust og heilbrigt barn. Hún hefði sennilega lent í því sama og stúlkan ef athygli sérfræðingsins hefði ekki verið í góðu meðallagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?