<$BlogRSDURL$>

september 05, 2004

Veðurblíða 

Það var alveg yndislegt veður í dag, sólskin og hlýtt. Samt ekki eins og á Benidorm þar sem björninn og Eyjastúlkan sleikja sólskinið þessa dagana.
Ég gat ekki á mér setið að fara út í skóg, fékk bóndann með mér og ókum út að Hafursá og þar upp í skóg. Við fórum með það fyrir augum að finna svolítið af hrútaberjum og tókst það fullkomlega. Bóndinn tíndi töluvert af berjum og ég reyndar líka. Fann mér góða brekku þar sem ég gat tínt það sem var fyrir ofan mig. Þegar heim kom sauð ég berin og fékk rúman líter af saft úr þeim. Þegar ég var svo búin að bæta sykri í og sjóða aftur, fékk ég þó nokkrar krukkur af verðandi hlaupi.
Það er stundum sagt að ef hlaupið verður of þunnt, sé það svona hálfgert skokk, nú eða í versta falli labb.
Gef mínu glundri einkunn á morgun, bragðið er a.m.k. í lagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?