október 27, 2004
Áfram með smjörið ...
Ég er svo andlaus þessa dagana - hef eiginlega ekkert til málanna að leggja. Fór reyndar út að borða á Hótel Héraði í gær. Tilefnið var síðasti fundur í bæjarstjórn Austur-Héraðs. Þetta var ágætis kvöldstund og vill til að í þessum hópi eru margir góðir sögumenn. Saga kvöldsins var tvímælalaust sú af drengjunum sem eitt sinn losuðu sig við leiðinlegan leikfélaga með því að róa með hann út á innsiglingarbauju skammt undan landi og skilja hann þar eftir. Sögumaður sagði síðan að þeir hefðu "gleymt" honum þar allan daginn, en eitthvert hugboð hafði ég nú um að það hafi ekki verið alveg óviljandi. Hvað um það, drengurinn var ekki sóttur fyrr en dagur var að kvöldi kominn og þá búinn að hírast á baujunni góðan hluta dags.
Nú í sumar, einhverjum 20-30 árum seinna, lenti síðan sögumaður í aðgerð á sjúkrahúsi og brá heldur í brún þegar svæfingarlæknirinn, sem átti að annast hann, birtist. Þar var sem sagt kominn drengurinn af baujunni.
Svona kemur nú samviskan í bakið á mönnum.
Ég hlustaði á Laufskálann á Rás 1 í morgun. Bóndinn í viðtali hjá Halla Bjarna - ágætis þáttur. Verður endurtekinn klukkan hálfátta í kvöld.
Nú í sumar, einhverjum 20-30 árum seinna, lenti síðan sögumaður í aðgerð á sjúkrahúsi og brá heldur í brún þegar svæfingarlæknirinn, sem átti að annast hann, birtist. Þar var sem sagt kominn drengurinn af baujunni.
Svona kemur nú samviskan í bakið á mönnum.
Ég hlustaði á Laufskálann á Rás 1 í morgun. Bóndinn í viðtali hjá Halla Bjarna - ágætis þáttur. Verður endurtekinn klukkan hálfátta í kvöld.