<$BlogRSDURL$>

október 06, 2004

Haustlægð 

Haustlitirnir eru foknir út í veður og vind, sér ekki í lóðina mína fyrir laufblöðum,sem í fyrradag skreyttu skóginn í ótal litbrigðum. Veðrið búið að vera hundleiðinlegt hér eins og annars staðar.
Talaði við pabba minn áðan. Hann sagði mér þær fréttir helstar að hann hefði farið í skoðun hjá lækninum sínum í morgun og fengið falleinkunn. Það væru sem sagt hverfandi líkur á því að hann dræpist á næstunni. Alltaf sama kaldhæðnin í gamla. Annars hafa þau svo mikið að gera í félagslífi eldri borgara að það líður varla dagur án þess að eitthvað sé um að vera. Leikfimi, gönguferðir, skemmtiferðir, spilaklúbbar og guð má vita hvað fleira. Frábært að fólk á þeirra aldri (75 og 76 ára) skuli njóta lífsins í þessum mæli.
Ég er enn í veikindafríi og verð það a.m.k þessa viku. Er að verða búin með "Lost in sveit" - verkefnið, en það er tölvuvinnsla á myndum eftir Jón Guðmundsson og tónlist eftir Charles Ross. Ekki ætlað til útgáfu heldur bara svona gæluverkefni - eitthvað sem gaman er að dunda við.
Getur annars einhver sagt mér hvort hægt er að converta "Windows Media Video"-formati yfir á DVD ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?