október 19, 2004
Kveðskapur
Bóndinn sagði á sunnudaginn að hann væri líklega búinn að eiga viðtal við öll blöð landsins um helgina, nema Hús og Híbýli. Einhverjir gárungar voru svo að gantast með það að það vær tilhlökkunarefni að lesa næsta hefti af Bleikt og blátt og sjá hvernig Skúli tæki sig þar út. Þetta leiddi svo til eftirfarandi:
Skúli að vonum ber höfuðið hátt
og helginni í viðtöl sá eyddi,
við Soffíu, Framsókn og Bleikt jafnt sem blátt.
Nú bíðum við til hvers það leiddi. (Höf: SB)
Annar svaraði svona:
Er ekki bleikt (blandaður) litur samfylkingar og Vinstri grænna (þ.e. félagshyggjuaflanna. Blátt er alla vega litur D-listans !
Leyfi mér því að koma með breytingartillögu !! (Þá er reyndar fyrir bí þetta með öll viðtölin, sem Skúli átti og meira unnið út frá pólitískum áherzlum).
Skúli að vonum ber höfuðið hátt
og hagkvæmur Soffíu gróði.
Í öndvegi sitja því Bleikt hér og Blátt.
en blóta mun Framsókn í hljóði. (Höf: BHG)
Skúli að vonum ber höfuðið hátt
og helginni í viðtöl sá eyddi,
við Soffíu, Framsókn og Bleikt jafnt sem blátt.
Nú bíðum við til hvers það leiddi. (Höf: SB)
Annar svaraði svona:
Er ekki bleikt (blandaður) litur samfylkingar og Vinstri grænna (þ.e. félagshyggjuaflanna. Blátt er alla vega litur D-listans !
Leyfi mér því að koma með breytingartillögu !! (Þá er reyndar fyrir bí þetta með öll viðtölin, sem Skúli átti og meira unnið út frá pólitískum áherzlum).
Skúli að vonum ber höfuðið hátt
og hagkvæmur Soffíu gróði.
Í öndvegi sitja því Bleikt hér og Blátt.
en blóta mun Framsókn í hljóði. (Höf: BHG)