október 01, 2004
Litadýrð og veðurblíða
Mér hefur orðið tíðrætt um gott veður og fallega haustliti undanfarið. Kannski vegna þess að ég fer daglega í gönguferðir skv. læknisráði og sé á hverjum degi fleiri litbrigði og fallegri smáatriði um allan skóg.
Í dag var veðrið svo frábært að það var lyginni líkast. Ég fór um hádegisbilið í minn daglega leiðangur og var svo heppin að vinkona mín, kennari í verkfalli, og sonur hennar "alveg að verða 10 ára" eru í heimsókn í skóginum og fóru með mér. Það var sólskin, logn, 16 stiga hiti !! við fórum á ýmsa skemmtilega staði s.s. "leynihindberjastaðinn", sem flestir vita reyndar um, fjöruna, meðfram Kerlingaránni og víðar. Myndavélin var meðferðis í þetta skiptið og hér eru nokkur sýnishorn:
Reyniviður:
Fossinn í Kerlingaránni:
Felumynd: Hvar er Gunnar !
Miðað við að spáin hljóðaði upp á rigningu, er þetta ekki slæmt - ekki satt ?
Í dag var veðrið svo frábært að það var lyginni líkast. Ég fór um hádegisbilið í minn daglega leiðangur og var svo heppin að vinkona mín, kennari í verkfalli, og sonur hennar "alveg að verða 10 ára" eru í heimsókn í skóginum og fóru með mér. Það var sólskin, logn, 16 stiga hiti !! við fórum á ýmsa skemmtilega staði s.s. "leynihindberjastaðinn", sem flestir vita reyndar um, fjöruna, meðfram Kerlingaránni og víðar. Myndavélin var meðferðis í þetta skiptið og hér eru nokkur sýnishorn:
Reyniviður:
Fossinn í Kerlingaránni:
Felumynd: Hvar er Gunnar !
Miðað við að spáin hljóðaði upp á rigningu, er þetta ekki slæmt - ekki satt ?