<$BlogRSDURL$>

október 15, 2004

Meira af ambögum ..... 

Ég held að ég hafi einhvern tíma áður sagt frá konunni sem sagðist "liggja í súpunni" og hinni sem taldi það óþarfa að vera að "finna upp eplið" aftur og aftur. Ég man hins vegar ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá konunni sem var þess handviss að unglingarnir, sem hún átti að hafa eftirlit með, væru með áfengi "undir höndunum".

Ég fór í vinnuna í gær og aftur í dag, ekki allan daginn, bara nokkra tíma. Það er ágætt að byrja rólega. Annars hefur allt gengið á meðan ég var í burtu. Einn hættur og byrjaður aftur, tilraun samkeppnisaðila til að yfirtaka fyrirtækið farin út um þúfur og alls konar uppákomur aðrar. Mér varð á orði að ég mætti bara ekki líta af þeim án þess að allt færi í vitleysu. Og fékk bara - "Já, mamma" - svar. Hvort ætli það segi meira um mig en þá.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?