október 12, 2004
Orðatiltæki og ambögur
Í gær fór ég í vinnuna og færði vinnufélögum mínum smávegis með kaffinu - svona í tilefni dagsins. Auðvitað var ýmislegt spjallað eins og gengur og einn ágætur drengur var að lýsa einhverjum illa stöddum einstaklingi og notaði líkinguna "eins og vængbrotinn hestur" !! Pegasus, kannski, en hvað veit maður. Hann er jú frá Eskifirði, drengurinn.
Og í framhaldi af því: Hafið þið heyrt orðatiltækið: "Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti."
Og í framhaldi af því: Hafið þið heyrt orðatiltækið: "Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti."