október 10, 2004
Rafmagnsleysi og nafngiftir
Það er búið að vera rafmagnslaust hérna hjá okkur meira og minna um helgina. Í gær var rafmagnið tekið af kl. 10 og kom ekki aftur fyrr en að verða 6 síðdegis í gær. Svipaða sögu er að segja í dag. Varð ekki svo mikið vör við þetta í gær því við hjónin vorum að heiman mest allan daginn í einhverju framboðsfári. Bóndinn er jú efsti maður á L-listanum og verður að standa sína plikt.
Í dag var ég heima og sá eiginlega eftir því, þar sem húsið er hitað með rafmagni og eftir fjögurra tíma rafmagnsleysi var orðið hrollkalt í húsinu, hvað þá þegar rafmagnið kom aftur eftir 7 tíma. Ég vona bara að þessum RARIK-aulum hafi nú tekist að finna og gera við bilunina sem þeir eru reyndar búnir að þykjast finna og gera við einum þrisvar sinnum áður. Sé fram á að þurfa að fá mér einhvers konar varaafl fyrir veturinn, því það virðist ekki vera neinu að treysta í rafmagnsmálum.
Ástæðan fyrir kosningunum núna er sameining 3 sveitarfélaga. Það gefur auga leið að nýtt sveitarfélag verður að fá nýtt nafn. Ýmsar tillögur hafa heyrst en ég er alveg gallhörð á því að "Fljótsdalshérað" er eina nafnið sem er rökrétt og mun berjast með oddi og eggi fyrir að það verði fyrir valinu. Einhverjir segja að það sé ófært þar sem Fljótsdalshreppur sé ekki með í sameiningunni, en ég lýsi frati á það og bendi á Skagafjörð máli mínu til stuðnings. Veit ekki betur en að þar heiti sveitarfélagið Skagafjörður þó einhverjir hreppar í Skagafirði standi utan við það.
Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að einhverju lágkúru-ónefni (eins og Lagarbyggð) verði klínt á sveitarfélagið og hið gamla góða nafn Fljótsdalshérað falli nánast í gleymsku. Þið sveitungar mínir og verðandi sveitungar sem hugsanlega lesið þessi orð: Ég heiti á ykkur að kjósa rétt - í tvöföldum skilningi !
Í dag var ég heima og sá eiginlega eftir því, þar sem húsið er hitað með rafmagni og eftir fjögurra tíma rafmagnsleysi var orðið hrollkalt í húsinu, hvað þá þegar rafmagnið kom aftur eftir 7 tíma. Ég vona bara að þessum RARIK-aulum hafi nú tekist að finna og gera við bilunina sem þeir eru reyndar búnir að þykjast finna og gera við einum þrisvar sinnum áður. Sé fram á að þurfa að fá mér einhvers konar varaafl fyrir veturinn, því það virðist ekki vera neinu að treysta í rafmagnsmálum.
Ástæðan fyrir kosningunum núna er sameining 3 sveitarfélaga. Það gefur auga leið að nýtt sveitarfélag verður að fá nýtt nafn. Ýmsar tillögur hafa heyrst en ég er alveg gallhörð á því að "Fljótsdalshérað" er eina nafnið sem er rökrétt og mun berjast með oddi og eggi fyrir að það verði fyrir valinu. Einhverjir segja að það sé ófært þar sem Fljótsdalshreppur sé ekki með í sameiningunni, en ég lýsi frati á það og bendi á Skagafjörð máli mínu til stuðnings. Veit ekki betur en að þar heiti sveitarfélagið Skagafjörður þó einhverjir hreppar í Skagafirði standi utan við það.
Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að einhverju lágkúru-ónefni (eins og Lagarbyggð) verði klínt á sveitarfélagið og hið gamla góða nafn Fljótsdalshérað falli nánast í gleymsku. Þið sveitungar mínir og verðandi sveitungar sem hugsanlega lesið þessi orð: Ég heiti á ykkur að kjósa rétt - í tvöföldum skilningi !