<$BlogRSDURL$>

október 02, 2004

Rigning og eldavélaraunir ! 

Það fór að rigna í gær og rignir enn. Allt í lagi þar sem rigningin er nokkurn vegin lóðrétt og ekkert svo kalt heldur. Ætla að galla mig upp í göngutúr á eftir.

Við keyptum okkur nýja eldavél um daginn, þegar við vorum í höfuðborginni. Eldavélin er reyndar ekki rétta orðið, ofn og keramikhelluborð er betri lýsing.
Bóndinn reif gamla dótið í burtu strax eftir kvöldmat í gærkvöldi og ætlaði að smella græjunum á réttan stað. Ekkert mál að koma gamla dótinu burtu, en svo byrjaði ballið. Einhvers staðar leiddi nýja helluborðið út og sló rafmagninu út af öllu húsinu. Ofninn var þá settur inn í innréttinguna, en þá kom í ljós að það þurfti að færa tengilinn til að koma ofninum inn í innréttinguna. En ofninn komst í samband í gærkvöldi. Sama varð ekki sagt um helluborðið. Eftir samtal við söluaðilann í Reykjavík, fengum við rafvirkja á staðinn til að líta á gripinn og honum tókst að koma græjunni í gang. Húsið angar þessa stundina af þeirri ógeðfelldu lykt sem kemur þegar nýr ofn er hitaður í fyrsta skipti - OJ BARA!

Vinkona mín og sonur hennar flugu suður áðan eftir nokkurra daga dvöl í skóginum. Á eftir að sakna þeirra á gönguferðum mínum á næstunni.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?