<$BlogRSDURL$>

október 23, 2004

Saga af afmælisbarni ! 

Í dag á Gunnar vinur minn 10 ára afmæli !
Hann er búinn að vera tíður gestur hjá okkur síðan hann var pínulítill. Í einni af þessum heimsóknum, fyir kannski 5-6 árum, sátum við á spjalli við eldhúsborðið og hann varð skyndilega annars hugar og svolítið skrýtinn á svipinn. Þá átti eftirfarandi samtal sér stað:

"Er eitthvað að, Gunnar minn" ?

"Nei, ég er bara svo gáfaður"

"Hvað meinarðu, gáfaður" ?

"Já, ég er bara að hugsa svo mikið"
(orðið gáfaður greinilega verið útskýrt á þennan hátt fyrir barninu)

"Og um hvað ertu að hugsa" ?

"Nammið mitt"

"Hvar er það" ?

"Heima, undir rúmi"

"Þínu rúmi" ?

"Nei, pabba og mömmu rúmi, það er miklu stærra"
(augljóslega betri felustaður)

"Hvað ef pabbi þinn fer nú að ryksuga og ryksugar undir rúminu" ?

"Pabbi, hann ryksugar aldrei undir rúmi. "


Til hamingju með daginn og mikið er leiðinlegt að komast ekki afmæliskaffi til þín !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?