<$BlogRSDURL$>

október 31, 2004

Sunnudagsmorgun 

Fyrsta heila vinnuvikan eftir allt þetta veikindavafstur mitt er liðin. Og hvílík vika! Það er allt búið að ganga á. Meirihluta vikunnar leit helst út fyrir að ég yrði að fara að leita mér að nýrri vinnu, en síðdegis á föstudag leystust þessi mál farsællega. Svona gerist þegar fólk sem ekki þekkir rekstur fyrirtækis ætlar að fara að stjórna eftir tölum á blaði en ekki eftir raunverulegum kringumstæðum.

Annars er helgin búin að vera róleg, fór á körfuboltaleik á Egilsstöðum í gær og því miður tapaði Höttur fyrir Þór í Þorlákshöfn - með örfáum stigum, 100 - 95, minnir mig. Það var allt á móti þeim: Fyrirliðinn í leikbanni, lykilmaður í vörninni meiddur og dómararnir afspyrnu lélegir, ekki kannski hlutdrægir, en alls ekki samkvæmir sjálfum sér og það létu menn fara dálítið í skapið á sér.

Við erum að fara á Norðfjörð núna á eftir - í hádegismat hjá mömmu. Meiningin að taka tölvuna hans pabba í yfirhalningu, setja upp íslenska útgáfu af XP og Office svo hann geti betur fellt sig við að nota hana. Veðrið frábært og gott að komast heim til föðurhúsanna, orðið allt of langt síðan síðast.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?