<$BlogRSDURL$>

október 28, 2004

Um skáldskap 

Ég var að skoða vef hjá Eygló um grenndarkennslu og rakst á smá klausu um Hallormsstaðaskóg. Umfjöllunin hófst á tilvitnun í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk sem hefst á orðunum "Í Hallormsstaðaskógi, er angan engu lík."
Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er sú staðreynd að þegar Kristján samdi þetta ljóð, hafði hann aldrei í Hallormsstað komið og þar með ekki í Atlavík heldur. Ástæðan fyrir ljóðinu var einfaldlega sú að hann var beðinn um að semja texta sem hugnaðist gestum á væntanlegri útisamkomu í Atlavík. Sennilega hefur þáverandi mágur hans, Svavar Benediktsson, átt að spila á samkomunni og vantað texta við eitt af sínum ágætu danslögum.
Okkur sem búum í skóginum hefur líka alltaf þótt frekar einkennilegt að vera að tala um "Fljótsins svani", því svanir sjást örsjaldan í Atlavík. En það er kannski bara aukaatriði.
Kannski verða dægurlagatextar dagsins í dag að ljóðum framtíðarinnar - hver veit ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?