október 08, 2004
Verkefnaval
Ég hafði áhyggjur af því að ég yrði yfirkomin af leiðindum í þessu veikindaleyfi mínu. Það hefur ekki orðið raunin. Ég er búin að vera að dunda mér í ýmsum verkefnum sem ég annars hefði trúlega látið eiga sig.
Þar má nefna yfirfærslu á upptöku frá flaututónleikum, sem haldnir voru í Egilsstaðakirkju í júní sl, þar sem Jón Guðmundsson var í aðalhlutverki, á tölvutækt form og á geisladisk.
Hluti af þessum tónleikum var verkið "Lost in sveit" eftir Charles Ross, en það er samið við myndir eftir áðurnefndan Jón. Ég er að verða búin að setja saman vídeó-mynd úr þessu efni.
Ég hef verið að vinna ljósmyndir til útprentunar, mest mínar eigin en líka frá öðrum.
Ég skrifaði pistil í blað sem kemur út í næstu viku.
Ég er að búa til heimasíðu fyrir Héraðslistann vegna sveitarstjórnarkosninganna 16. október nk. Svæðið þeirra er ekki tilbúið ern ég set inn link hér um leið og síðan verður tilbúin.
Mest af þessu er ólaunað og bara gert til gamans. Best að halda áfram með heimasíðuna. Áfram X-L !!
Þar má nefna yfirfærslu á upptöku frá flaututónleikum, sem haldnir voru í Egilsstaðakirkju í júní sl, þar sem Jón Guðmundsson var í aðalhlutverki, á tölvutækt form og á geisladisk.
Hluti af þessum tónleikum var verkið "Lost in sveit" eftir Charles Ross, en það er samið við myndir eftir áðurnefndan Jón. Ég er að verða búin að setja saman vídeó-mynd úr þessu efni.
Ég hef verið að vinna ljósmyndir til útprentunar, mest mínar eigin en líka frá öðrum.
Ég skrifaði pistil í blað sem kemur út í næstu viku.
Ég er að búa til heimasíðu fyrir Héraðslistann vegna sveitarstjórnarkosninganna 16. október nk. Svæðið þeirra er ekki tilbúið ern ég set inn link hér um leið og síðan verður tilbúin.
Mest af þessu er ólaunað og bara gert til gamans. Best að halda áfram með heimasíðuna. Áfram X-L !!