október 19, 2004
Vesen og aftur vesen !
Hallormsstaður á Flótsdalshéraði - þar bý ég. Vona að valið á nafninu hafi verið nægilega afgerandi !
Ég fór í vinnuna um hádegi á dag. Gekk ágætlega úteftir, en erfiðlega að finna stað til að leggja bílnum. Það var ekki byrjað að ryðja götur á Egilsstöðum, hvað þá bílastæði. Tókst með góðra manna hjálp að leggja fyrir utan bæjarskrifstofurnar, en minn vinnustaður er hinum megin við götuna. Komst svo að því að sú hugsun mín að það yrði búið að ryðja þegar ég yrði búin að vinna var mikil ofætlun. Ég skildi þess vegna bílinn eftir og fór heim með birninum og eyjastúlkunni.
Ég er í mesta basli með vinnutölvuna mína, hún birtir bara tóma glugga þar sem javascript eru á bak við, t.d. í kommentum frá Haloscan. Ef einhver kann ráð við þessu er sá hinn sami beðinn að ljósta upp leyndardómnum í kommentin hér fyrir neðan. Það skal tekið fram að ég hef að öllum líkindum klúðrað þessu einhvern veginn, því ég er búin að vera að uppfæra stýrikerfi, office-pakkann, setja upp nýjasta .net-forritunarumhverfið, uppfæra Java Virtual Machine og fleira. Einhvers staðar á leiðinni hef ég yfirskrifað eitthvað, sem veldur þessum skratta. Mér dettur a.m.k. ekki önnur skýring í hug.
Ég fór í vinnuna um hádegi á dag. Gekk ágætlega úteftir, en erfiðlega að finna stað til að leggja bílnum. Það var ekki byrjað að ryðja götur á Egilsstöðum, hvað þá bílastæði. Tókst með góðra manna hjálp að leggja fyrir utan bæjarskrifstofurnar, en minn vinnustaður er hinum megin við götuna. Komst svo að því að sú hugsun mín að það yrði búið að ryðja þegar ég yrði búin að vinna var mikil ofætlun. Ég skildi þess vegna bílinn eftir og fór heim með birninum og eyjastúlkunni.
Ég er í mesta basli með vinnutölvuna mína, hún birtir bara tóma glugga þar sem javascript eru á bak við, t.d. í kommentum frá Haloscan. Ef einhver kann ráð við þessu er sá hinn sami beðinn að ljósta upp leyndardómnum í kommentin hér fyrir neðan. Það skal tekið fram að ég hef að öllum líkindum klúðrað þessu einhvern veginn, því ég er búin að vera að uppfæra stýrikerfi, office-pakkann, setja upp nýjasta .net-forritunarumhverfið, uppfæra Java Virtual Machine og fleira. Einhvers staðar á leiðinni hef ég yfirskrifað eitthvað, sem veldur þessum skratta. Mér dettur a.m.k. ekki önnur skýring í hug.