<$BlogRSDURL$>

nóvember 17, 2004

Þankar dagsins. 

Það er verið að spá því að bylurinn sem var fyrir sunnan í dag, komi til okkar í nótt og í fyrramálið. Sennilega rétt að fara tímanlega af stað í vinnuna á morgun. Þeir geta verið langir þessir 27 kílómetrar ef veðrið og færðin eru leiðinleg.

Var annars að horfa með öðru auganu á "Arf Dostojevskís" í sjónvarpinu. Þar sagði afkomandi skáldsins í beinan karllegg: "Ég var svo latur að herinn fékk áhuga á mér !" Sovéski herinn hefði samviskusamlega kvatt í sínar raðir alla þá sem féllu í skóla vegna heimsku, leti eða ómennsku (eða samblands af öllum þremur). Þessi afkomandi var reyndar sláandi líkur forföður sínum, ef eitthvað er að marka þær höggmyndir og teikningar sem sáust í þættinum.

Pabbi minn er aftur farinn að skrifa dagbókina sína á netið. Ætli hann sé elsti "bloggari" landsins, 77 ára gamall ? Væri gaman að vita ef einhverjir aðrir á hans aldri eru að dunda í þessu líka.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?