<$BlogRSDURL$>

nóvember 19, 2004

Eineygðir og hættulegir ! 

Nei, ég er ekki að tala um sjóræningja. Ég er að tala um bílana sem ég mæti á leið minni úr og í vinnu, kvölds og morgna. Nú er kominn sá árstími að ég fer að heiman í myrkri og keyri heim aftur í myrkri. Undanfarna daga hef ég verið að mæta eineygðum bílum í stórum stíl, það liggur við að einn af hverjum þremur sé eineygður, bara með lága geislann öðrum megin eða eitthvað slíkt. Sérstaklega eru stóru jepparnir slæmir með þetta. Einum mæti ég oft, sem greinilega er bara með einhvers konar þokuljós, því þegar hann lækkar ljósin, verða bara stöðuljósatýrur eftir.

Ég vil hér með skora á ALLA bíleigendur að fara út, setja bílinn sinn í gang og athuga hvort ljósin á þeim eru í lagi ! Ef eitthvað er í ólagi, lagið það strax.

Og lögreglumenn landsins mættu gjarnan fara af stað í myrkrinu og láta þá vita sem ekki eru að standa sig.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?