<$BlogRSDURL$>

nóvember 28, 2004

Helgin var góð ! 

Ég hef dvalið í höfuðborginni undanfarna daga, ásamt bóndanum. Þetta átti að verða bara rólegheit og hvíld, en svo fór nú alls ekki. Við lentum í "Thanksgiving", fimmtugsafmæli, heimsóttum vini okkar, versluðum og vorum á útopnu mest allan tímann. Ég fór í bíó að sjá Bridget Jones og skemmti mér vel. Í hléi var ég í sakleysi mínu að kaupa mér kók og súkkulaði, þegar slegið var þéttingsfast í bakið á mér og einhver gólaði "Hæ, Tóta" í eyrað á mér. Mér brá alveg hræðilega, átti ekki von á þessu í Háskólabíói. Þar var þá komin hún Rannveig, ein úr hinu ágæta Gleðikvennafélagi Vallahrepps.
Sem minnir mig á: Var ekki verið að tala um einhverja starfsemi á vegum félagsins, og var ekki Egilsstaðadeildin búin að taka að sér skipulagninguna ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?