nóvember 23, 2004
Hreint loft !
Mér varð hugsað til þess í morgun þegar ég kom út í slydduna og gustinn í morgun hvað hreint loft er mikils virði. Reykvíkingar fengu sinn skammt af menguninni í gærkvöldi og nótt, en reyndar fengum við það líka þó á annan hátt væri. Þegar ég var á leið heim í dag, ók ég fram á vörubíl á hliðinni í skóginum, ínnan við kílómetra frá ysta húsinu hérna í skóginum. Þarna var á ferðinni bíll ofan af Kárahnjúkum sem var að flytja úrgangsolíu og spilliefni, þ.á.m. geymasýru, í Egilsstaði. Gallinn var bara sá að þessi efni voru í opnum kerjum og lélegum tunnum, þannig að einhver hluti þeirra sullaðist út í skóg. Kannski þetta séu tunnurnar og kerin sem Impregilio-starfsmaður gróf inn á heiði og var rekinn fyrir. Það þarf samt enginn að segja mér að hann hafi gert það af eigin frumkvæði. Impregilio-menn hafa hingað til ekki farið eftir reglum nema tilneyddir.