nóvember 21, 2004
KAAAAALT !!!
Það er búið að vera kalt í dag og í gær. Frostið fór í -16,3 núna seinni partinn í dag en var komin upp í -15 núna rétt áðan. Það er varla hægt að segja að það hafi hlýnað, en það virðist vera að draga eitthvað úr frostinu. Sem betur fer hefur veðrið verið mjög stillt og fallegt, en göngutúrar hafa verið lítið stundaðir af minni fjölskyldu þessa helgi.
Og mikið er ég fegin að vera hætt að reykja !
Það er ekki nema fyrir hraustmenni að reykja utandyra í svona frosti !
Og mikið er ég fegin að vera hætt að reykja !
Það er ekki nema fyrir hraustmenni að reykja utandyra í svona frosti !