<$BlogRSDURL$>

nóvember 02, 2004

Ýmist í ökla eða eyra ! 

Fréttaefnin eru mörg í dag, eldgosið, kosningarnar í Bandaríkjunum, borgarstjórinn orðinn valtur í sessi vegna olíufélagasamráðsins og fleira mætti telja. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganaa hefur þess vegna algerlega fallið í skuggann fyrir stórfréttum dagsins. Ég hef hins vegar tekið eftir því að alltaf þegar þessi ráðstefna er haldin, lenda sveitarstjórnarmenn í vandræðum á ferðum sínum. Ég man eftir óveðri, ekki hægt að fljúga, einhverjir fóru keyrandi suðurleiðina og sátu fastir á Kirkjubæjarklaustri vegna sandbyls á Mýrdalssandi.
Þessa stundina eru sveitarstjórnarmenn á leiðinni heim í rútum eða bílaleigubílum því ekki er talið óhætt að fljúga gegnum gosmökkinn. Bóndinn er einn af þessum hópi. Hann hringdi í mig síðdegis og hlakkaði í honum því hann hafði misst af vélinni klukkan fjögur, en síðan frétt að hún hefði lent á Akureyri. Hann var hins vegar ekki eins brattur þegar hann hringdi aftur um 7-leytið, í þann mund að leggja af stað keyrandi frá Reykjavík, því nú er ekki einu sinni hægt að fljúga til Akureyrar.
Ég fór upp í Fjarðarheiði í dag til að fá betra útsýni inn á hálendið. Tók þessa mynd við það tækifæri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?