nóvember 14, 2004
Sunnudagshugleiðingar
Fimmtugsafmælið var bara skemmtilegt, fullt af skemmtilegu fólki, góðum mat, góðu rauðvíni og skemmtilegum samræðum um ýmis málefni. Vorum samt komin snemma heim, svona upp úr miðnættinu. Björninn var að vinna á barnum á HH, bæði í fyrrakvöld og í gærkvöldi. Hann kom í gær að leita að rauðri silkislaufu sem hann á. Ég spurði hvað stæði til og þá kom í ljós að í gærkvöldi var víst konukvöld á HH og hann og jafnaldri hans (19 ára) áttu að vera berir að ofan með þverslaufu um hálsinn í vinnunni. Þetta eru auðvitað huggulegir strákar, en einhvern veginn fannst mér þetta frekar óþægileg tilhugsun. Alla vega var ég því fegin að vera ekki á staðnum.
Kannski var þetta bara grín, ég veit það ekki.
Lög á kennaraverkfallið - hvað á maður að segja - lögin eru raunar á báða aðila, sem ekki hafa náð að semja um kaup og kjör kennara og skólastjóra.
Sveitarfélögin eru auðvitað ekki öfundsverð af sínu hlutskipti, að vera næstum eins og millistjórnandi hjá Íslensku olíufélagi. Yfirvaldið skammtar tekjurnar úr hnefa, setur fyrir alls konar verkefni og millistjórnandinn fær skammirnar úr öllum áttum. Aukin verkefni grunnskólanna, eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri þeirra, verkefni sem menntamálaráðuneytið kemur yfir á sveitarfélögin, án þess að láta nægilegt ef nokkurt fjármagn fylgja með. Nefna má fjölgun samræmdra prófa, mat á skólastarfi, þróunarstarf og margt fleira. Vinnan lendir á kennurunum, kostnaðurinn á sveitarfélögunum en hvert fer afraksturinn ?
Til ríkisins og stofnana þess !
Kennarar eru kannski fórnarlömb þessara hrókeringa á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Auðvitað eiga kennarar að fá mannsæmandi laun sem taka tillit til menntunar, reynslu og ábyrgðar. Þeir verða jafnframt að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar starfsöryggi, lífeyrisskuldbindingar, vinnutíma og fleiri slíka þætti. Kannski þarf að stokka spilin alveg upp á nýtt. En á meðan kennarar herja á sveitarfélögin, sem eru múlbundin af vilja ríkisvaldsins um fjáröflunarleiðir, sitja börnin heima yfir PlayStation og myndböndum, án menntunar. Í landinu ríkir fræðsluskylda, sem ríkið ber ábyrgð á. Feli ríkið öðrum (t.d. sveitarfélögunum) að framfylgja þeirri skyldu fyrir sína hönd, hlýtur fjárhagslega ábyrgðin samt sem áður að vera hjá ríkinu. Það er því ríkisstjórn Íslands sem ber skylda til að sjá börnum í landinu fyrir fræðslu. Skattarnir sem við greiðum til ríkisins eru þeir fjármunir sem á að nota í þessu skyni og ef sveitarfélögin í landinu hafa ekki fjármuni til að sinna verkefnunum sem ríkið felur þeim, er það ríkisins að leiðrétta það.
Vonandi verðum við ekki búin að gleyma þessu þegar við kjósum næst til Alþingis !!
Kannski var þetta bara grín, ég veit það ekki.
Lög á kennaraverkfallið - hvað á maður að segja - lögin eru raunar á báða aðila, sem ekki hafa náð að semja um kaup og kjör kennara og skólastjóra.
Sveitarfélögin eru auðvitað ekki öfundsverð af sínu hlutskipti, að vera næstum eins og millistjórnandi hjá Íslensku olíufélagi. Yfirvaldið skammtar tekjurnar úr hnefa, setur fyrir alls konar verkefni og millistjórnandinn fær skammirnar úr öllum áttum. Aukin verkefni grunnskólanna, eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri þeirra, verkefni sem menntamálaráðuneytið kemur yfir á sveitarfélögin, án þess að láta nægilegt ef nokkurt fjármagn fylgja með. Nefna má fjölgun samræmdra prófa, mat á skólastarfi, þróunarstarf og margt fleira. Vinnan lendir á kennurunum, kostnaðurinn á sveitarfélögunum en hvert fer afraksturinn ?
Til ríkisins og stofnana þess !
Kennarar eru kannski fórnarlömb þessara hrókeringa á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Auðvitað eiga kennarar að fá mannsæmandi laun sem taka tillit til menntunar, reynslu og ábyrgðar. Þeir verða jafnframt að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar starfsöryggi, lífeyrisskuldbindingar, vinnutíma og fleiri slíka þætti. Kannski þarf að stokka spilin alveg upp á nýtt. En á meðan kennarar herja á sveitarfélögin, sem eru múlbundin af vilja ríkisvaldsins um fjáröflunarleiðir, sitja börnin heima yfir PlayStation og myndböndum, án menntunar. Í landinu ríkir fræðsluskylda, sem ríkið ber ábyrgð á. Feli ríkið öðrum (t.d. sveitarfélögunum) að framfylgja þeirri skyldu fyrir sína hönd, hlýtur fjárhagslega ábyrgðin samt sem áður að vera hjá ríkinu. Það er því ríkisstjórn Íslands sem ber skylda til að sjá börnum í landinu fyrir fræðslu. Skattarnir sem við greiðum til ríkisins eru þeir fjármunir sem á að nota í þessu skyni og ef sveitarfélögin í landinu hafa ekki fjármuni til að sinna verkefnunum sem ríkið felur þeim, er það ríkisins að leiðrétta það.
Vonandi verðum við ekki búin að gleyma þessu þegar við kjósum næst til Alþingis !!