nóvember 29, 2004
Vegir bloggsins ...
eru órannsakanlegir. Það er sífellt oftar að gerast að fólk sem ég þekki mismikið er að segja mér að það lesi bloggið mitt. Gaman að því ! Hvernig fólk lendir þangað inn er mjög mismunandi, flestir villast inn af síðum einhverra annarra.
Ég hitti konu í dag sem sagðist lesa síðuna mína en sagði mér ekki að hún væri sjálf með bloggsíðu. Ragnhildur fær sem sagt link.
Á fimmtudagskvöldið kom ég til Ásu vinkonu minnar í Mosó. Hún les síðuna mína af og til og lenti af henni inn á síðu hjá frænku sinni á Ísafirði, Hörpu.
Þetta er ekkert minna en stórbrotið !
Ég hitti konu í dag sem sagðist lesa síðuna mína en sagði mér ekki að hún væri sjálf með bloggsíðu. Ragnhildur fær sem sagt link.
Á fimmtudagskvöldið kom ég til Ásu vinkonu minnar í Mosó. Hún les síðuna mína af og til og lenti af henni inn á síðu hjá frænku sinni á Ísafirði, Hörpu.
Þetta er ekkert minna en stórbrotið !