desember 09, 2004
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er litla systir, til hamingju með daginn,Unnur ! Ég var búin að hugsa mér að nota tækifærið, þar sem ég var að vinna á Eskifirði í dag, að skutlast yfir Oddskarð í kaffi. Það fór hins vegar þannig að ég var að vinna til klukkan að ganga sjö og þurfti helst að vera komin upp í Hérað klukkan sjö.
Talandi um Oddsskarðið, sem ekki er lengur ekið yfir heldur undir, þá er til skemmtileg saga, sönn eða ósönn, af bræðrum tveim sem bjuggu á Norðfirði á árum áður. Þeir voru synir Odds sem þá var skólastjóri Gagnfræðaskólans. Einhverju sinni héldu þeir því fram að Oddsskarð sæist af Sæsilfursbryggjunni, sem auðvitað er hrein fásinna. Faðir þeirra mótmælti, en þeir héldu fast við söguna og endaði deilan með veðmáli. Örkuðu svo allir þrír niður á bryggju til að fá úr deilunni skorið.
Faðirinn benti hróðugur inn dalinn, þar sem augljóst var að fjöll skyggðu á Oddsskarðið. Bræðurnir bentu hins vegar á skarð í bryggjunni, en þar hafði faðir þeirra, Oddur, siglt trillu sinni harkalega á bryggjuna sumarið áður.
Hver taldist hafa unnið veðmálið skal ósagt látið.
Talandi um Oddsskarðið, sem ekki er lengur ekið yfir heldur undir, þá er til skemmtileg saga, sönn eða ósönn, af bræðrum tveim sem bjuggu á Norðfirði á árum áður. Þeir voru synir Odds sem þá var skólastjóri Gagnfræðaskólans. Einhverju sinni héldu þeir því fram að Oddsskarð sæist af Sæsilfursbryggjunni, sem auðvitað er hrein fásinna. Faðir þeirra mótmælti, en þeir héldu fast við söguna og endaði deilan með veðmáli. Örkuðu svo allir þrír niður á bryggju til að fá úr deilunni skorið.
Faðirinn benti hróðugur inn dalinn, þar sem augljóst var að fjöll skyggðu á Oddsskarðið. Bræðurnir bentu hins vegar á skarð í bryggjunni, en þar hafði faðir þeirra, Oddur, siglt trillu sinni harkalega á bryggjuna sumarið áður.
Hver taldist hafa unnið veðmálið skal ósagt látið.