desember 02, 2004
Annir !
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér þessa vikuna. Ég kom heim frá Reykjavík á sunnudag og hefði þá helst viljað eiga einn dag til að hvíla mig, en nei, í vinnuna og ekkert vesen með það !
Mánudagurinn í undirbúning vegna funda á þriðjudag og miðvikudag. Þriðjudagurinn á Norðfirði frá morgni fram undir kvöld, starfsmannafundur á miðvikudag ásamr tveim öðrum styttri fundum. Dagurinn í dag stífur, vorum að búa til beinagrind að hönnunarskýrslu fyrir kerfið sem við erum með í smíðum. Auk þess er ég að undirbúa jólahlaðborð fyrir samstarfsmenn og maka nk. laugardagskvöld. Ég er ekki að elda, nei, panta miða, kanna þátttöku, redda rútu og allt svoleiðis.
Núna er sennilega rétt að fara að drífa sig í Bónus, kaupa í matinn, fara heim og elda - frumburðurinn nefnilega heima í helgarfríi - eyða síðan kvöldinu í að hugsa um allt sem ég á eftir að gera fyrir jól.
Kannski ég pakki inn þessari einu jólagjöf sem ég er búin að kaupa og þarf að senda til útlanda. Geri það, það er ekki eftir það sem búið er !
Mánudagurinn í undirbúning vegna funda á þriðjudag og miðvikudag. Þriðjudagurinn á Norðfirði frá morgni fram undir kvöld, starfsmannafundur á miðvikudag ásamr tveim öðrum styttri fundum. Dagurinn í dag stífur, vorum að búa til beinagrind að hönnunarskýrslu fyrir kerfið sem við erum með í smíðum. Auk þess er ég að undirbúa jólahlaðborð fyrir samstarfsmenn og maka nk. laugardagskvöld. Ég er ekki að elda, nei, panta miða, kanna þátttöku, redda rútu og allt svoleiðis.
Núna er sennilega rétt að fara að drífa sig í Bónus, kaupa í matinn, fara heim og elda - frumburðurinn nefnilega heima í helgarfríi - eyða síðan kvöldinu í að hugsa um allt sem ég á eftir að gera fyrir jól.
Kannski ég pakki inn þessari einu jólagjöf sem ég er búin að kaupa og þarf að senda til útlanda. Geri það, það er ekki eftir það sem búið er !