<$BlogRSDURL$>

desember 08, 2004

Hvar er jólaskapið ? 

Á morgun verður kominn 9. desember og ég er enn ekki komin í jólaskapið. Ég er heldur ekki farin að gera nokkurn skapaðan hlut af því sem ég þarf að gera fyrir jólin. Það er mikið að gera í vinnunni og ég yfirleitt búin að fá nóg þegar ég kem heim á kvöldin. Á morgun þarf ég að fara á Eskifjörð, verð að vinna þar fram eftir degi, kannski fram á kvöld. Veit ekki enn hvað ég þarf langan tíma.
Hefði svo kannski átt að skreppa yfir Oddskarð og heilsa upp á litlu systur, hún á víst afmæli á morgun.
Eftir á að hyggja, ég hef aldrei verið byrjuð á neinu jólastússi á þessum tíma, hvað er ég eiginlega að væla !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?