desember 28, 2004
Jólagjafir og fleira
Ég hef verið löt við að skrifa hér inn undanfarna daga enda nóg annað að dunda. Ég fékk margar góðar bækur í jólagjöf og er allt of skammt komin í lestri þeirra. Þar að auki fengu aðrir í fjölskyldunni álitlegar bækur sem ég þarf að næla í á eftir eigendunum. Kleifarvatn var gripin fyrst, en þó hún sé vel skrifuð og skemmtileg aflestrar er ekki margt sem kemur manni á óvart í þessari bók. Ég er að lesa Agötu Christie núna - Lávarður deyr - las hana á ensku einhvern tíma fyrir lifandis löngu og er búin að gleyma plottinu. Svo á ég eftir Sakleysingjana, Baróninn, Engla og djöfla, Bítlaávarpið, Halldór Kiljan Laxnes, Útkall, Baggalútsbókina og örugglega eitthvað fleira. Já, við erum lestrarhestar hér á heimilinu og kunnum vel að meta góðar bækur.
Jólapúsl fjölskyldunnar tók fljótt af: Byrjuðum um miðjan dag í gær og kláruðum í dag. Liggur við að ég grafi upp aðra bara svona til að hafa liggjandi á borðinu.
Björninn fer á miðvikudag til Eyja, ætlar að dvelja þar um áramótin. Fyrsta skipti sem hann er ekki heima um áramót. Við höfum enn ekki ákveðið hvenær við förum á Norðfjörð, það er venja hjá okkur að vera ekkert að skipuleggja slíkt ferðalag með löngum fyrirvara, því þá vill bresta á með vonskuveður og ófærð. Þó leiðin sé ekki ýkja löng getur færð og veður verið snöggt að breytast á þessum árstíma.
Jólapúsl fjölskyldunnar tók fljótt af: Byrjuðum um miðjan dag í gær og kláruðum í dag. Liggur við að ég grafi upp aðra bara svona til að hafa liggjandi á borðinu.
Björninn fer á miðvikudag til Eyja, ætlar að dvelja þar um áramótin. Fyrsta skipti sem hann er ekki heima um áramót. Við höfum enn ekki ákveðið hvenær við förum á Norðfjörð, það er venja hjá okkur að vera ekkert að skipuleggja slíkt ferðalag með löngum fyrirvara, því þá vill bresta á með vonskuveður og ófærð. Þó leiðin sé ekki ýkja löng getur færð og veður verið snöggt að breytast á þessum árstíma.