desember 30, 2004
Spil og spjall
Það er búið að vera heldur rysjótt veður þessa jóladaga. Aldrei nein ófærð en oft hvasst, ýmist frost eða þíða þannig að það er fljúgandi hálka um allt.
Við fórum í fyrrakvöld upp í Fljótsdal og spiluðum félagsvist. Það þarf ekki að orðlengja það neitt, ég vann og fór heim með forláta ávaxtaskálar. Eftir að spilamennskunni lauk fórum við í Víðivelli til Mjallhvítar og hennar manns (nei, hann er ekkert sérstaklega lítill). Þar var setið og spjallað langt fram á nótt. Í gærmorgun fór svo Björninn af stað til Eyja, morgunfluginu seinkaði og þar með þurfti hann að bíða í sólarhring eftir næstu ferð Herjólfs. Hann er líkast til að verða kominn þangað núna.
Sissa í næsta húsi hringdi í mig í gærkvöldi og bauð okkur að koma og taka þátt í að eyða upp rauðvíns- og konfektbirgðum heimilisins. Auðvitað þáðum við gott boð og endaði þetta með því að við sátum við Pictionary-spil dálítið fram yfir miðnættið. Rauðvínsbirgðir beggja heimila létu á sjá, enda 7 fullorðnir einstaklingar að verki. Ég held samt að dótturdóttur Sissu (12 ára)hafi bara skemmt sér vel.
Nú erum við að gera okkur klár í að fara á Norðfjörð og eyða áramótunum þar.
Já og afmælisbörn dagsins eru Laufey systir mín og Laufey bróðurdóttir mín. Kíki í kaffi hjá annarri eða báðum á eftir, en til öryggis:
Til hamingju stelpur !
Við fórum í fyrrakvöld upp í Fljótsdal og spiluðum félagsvist. Það þarf ekki að orðlengja það neitt, ég vann og fór heim með forláta ávaxtaskálar. Eftir að spilamennskunni lauk fórum við í Víðivelli til Mjallhvítar og hennar manns (nei, hann er ekkert sérstaklega lítill). Þar var setið og spjallað langt fram á nótt. Í gærmorgun fór svo Björninn af stað til Eyja, morgunfluginu seinkaði og þar með þurfti hann að bíða í sólarhring eftir næstu ferð Herjólfs. Hann er líkast til að verða kominn þangað núna.
Sissa í næsta húsi hringdi í mig í gærkvöldi og bauð okkur að koma og taka þátt í að eyða upp rauðvíns- og konfektbirgðum heimilisins. Auðvitað þáðum við gott boð og endaði þetta með því að við sátum við Pictionary-spil dálítið fram yfir miðnættið. Rauðvínsbirgðir beggja heimila létu á sjá, enda 7 fullorðnir einstaklingar að verki. Ég held samt að dótturdóttur Sissu (12 ára)hafi bara skemmt sér vel.
Nú erum við að gera okkur klár í að fara á Norðfjörð og eyða áramótunum þar.
Já og afmælisbörn dagsins eru Laufey systir mín og Laufey bróðurdóttir mín. Kíki í kaffi hjá annarri eða báðum á eftir, en til öryggis:
Til hamingju stelpur !