<$BlogRSDURL$>

desember 22, 2004

Um jólatré 

Hildigunnur telur mig vera sérfæðing í jólatrjám, en það er auðvitað mjög orðum aukið. Hins vegar hef ég greiðan aðgang að þessarri visku sökum nálægðar minnar við skógræktargeirann. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er ágætur pistill um jólatré og meðferð þeirra.

Barrheldni ræðst af tegundum, rauðgreni er viðkvæmast, aðrar grenitegundir nokkuð viðkvæmar, en þinur og fura mun barrheldnari.
Þurrkur er frumástæða þess að nálar falla af trjám. Tré sem felld eru í byrjun desember og geymd fram til jóla, eru búin að loka vatnsæðunum í sárinu með harpix. Því er nauðsynlegt að taka neðan af þeim og jafnvel að dýfa endanum í sjóðandi vatn áður en tré er sett inn í stofuhita.
Ef frost er meira en 2-3 gráður, þarf að meðhöndla trén varlega, því nálarnar verða stökkar og brotna við minnsta hnjask. Ef tréð hefur verið geymt utandyra, er best að taka það inn í bílskúr eða annan svalan stað og leyfa því að vera þar í nokkra tíma áður en það fer inn í stofuhita. Baðkar með köldu vatni er líka ágæt hugmynd.
Annað sem fólk áttar sig oft ekki á er að á öllum trjám er töluvert af dauðum nálum sem hrynja af trénu við minnstu hreyfingu. Því er mjög gott að hrista tréð hressilega áður en það er sett inn í stofu, samt ekki ef það er frosið.
Þetta er líka hluti af þeirri mýtu að nýfelld jólatré missi frekar barrið en hin sem búið er að geyma í 2-3 vikur.
Ekki gleyma að jólatréð þarf vatn til að haldast ferskt. Látið tréð því standa í fæti með vatni og bætið á það reglulega yfir jólin.
Kveðja úr jólatrjáaskóginum !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?