janúar 24, 2004
Ég ætla ekki að skrifa neitt um handbolta - nema að ef ég legg í að horfa á leikinn á morgun - verð ég einhvers staðar annars staðar en í sófanum heima hjá mér. Horfði á þessa tvo hörmungarleiki þaðan og tek ekki sénsinn á þeim þriðja - ef þetta væri nú allt minni staðsetningu að kenna - ég hjátrúarfull, nei !!
Frumburðurinn var ekki alltof ánægður með að liðið hans í GB dróst á móti Borgarholtsskóla, sem virðist vera eitt af sterkustu liðunum í keppninni. Það er samt alltaf betra að tapa fyrir verðugum andstæðingum, ef menn tapa á annað borð. Annars heyrist mér menn taka þetta alvarlega og leggja á sig heilmikla vinnu til að láta einskis ófreistað til að komast í úrslit. Vona bara að þeim takist það !
Björninn minn meiddi sig í hendinni fyrir rúmum 2 vikum og gær kom í ljós, eftir 3 ferðir til læknis og jafnmargar myndatökur, að hann er brotinn og þarf að fara í aðgerð hjá bæklunarlækni í Reykjavík. Hann hefur löngum verið seigur við að meiða sig blessaður. Enn er ekki ákveðið hvenær aðgerðin verður gerð en vonandi dregst það ekki allt of lengi.
Slepptum góðu boði pabba um blót, veðurútlit, jarðarför og fleira kom þar til.
Frumburðurinn var ekki alltof ánægður með að liðið hans í GB dróst á móti Borgarholtsskóla, sem virðist vera eitt af sterkustu liðunum í keppninni. Það er samt alltaf betra að tapa fyrir verðugum andstæðingum, ef menn tapa á annað borð. Annars heyrist mér menn taka þetta alvarlega og leggja á sig heilmikla vinnu til að láta einskis ófreistað til að komast í úrslit. Vona bara að þeim takist það !
Björninn minn meiddi sig í hendinni fyrir rúmum 2 vikum og gær kom í ljós, eftir 3 ferðir til læknis og jafnmargar myndatökur, að hann er brotinn og þarf að fara í aðgerð hjá bæklunarlækni í Reykjavík. Hann hefur löngum verið seigur við að meiða sig blessaður. Enn er ekki ákveðið hvenær aðgerðin verður gerð en vonandi dregst það ekki allt of lengi.
Slepptum góðu boði pabba um blót, veðurútlit, jarðarför og fleira kom þar til.
janúar 22, 2004
Evrópumótið í handbolta er að byrja á eftir. Ég get varla beðið - ég er svo spennt. Það er samt ansi margt sem ég þarf að gera áður en ég get fleygt mér í sófann og farið að horfa.
Þá er þessum 165 mínútum (eða reyndar 142 núna) ráðstafað.
- Klára þessi skrif, slökkva á tölvunni og koma mér héðan út - 20 mín.
- Fara í Kaupfélagið (sem eins og ég hef áður sagt, heitir Samkaup, en er og verður Kaufffélajið) - kaupa eitthvað fljótlegt í kvöldmatinn, reimar í gönguskíðaskó sem ég var með í láni og var að skila, en reyndust þá reimalausir !!! Hver skyldi vita eitthvað um það, hmmmm. - 20 mín
- Keyra heim, ganga frá innkaupunum, ná í spaða, skó og föt og koma mér upp í íþróttahús - 35 mín.
- Spila badminton með látum við Mjallhvíti, Margréti og Kristínu - (vonandi mæta þær allar) -70 mín
- Fara í sturtu, koma mér heim, ná mér í eitthvað að borða (vona að bóndinn verði búinn að elda þetta fljótlega sem ég ætla að kaupa) og koma mér upp í sófann. 20 mín.
Þá er þessum 165 mínútum (eða reyndar 142 núna) ráðstafað.
Við sátum í hádeginu og ræddum landsmálin - ég og vinnufélagar mínir. Meðal þess sem bar á góma voru Davíð og Jón Ásgeir, ferðamannaiðnaður og sumarhús, leikskólar og menningarmál og svo auðvitað Síminn og fjarskiptamálin. Eina niðurstaðan sem við náðum var: Við ætlum að kaupa Símann ! Fyrirtæki sem hefur efni á að eyða tugum og hundruðum milljóna í ímyndina, forstjóra á ofurlaunum eða fingralanga starfsmenn, hlýtur að vera gullnáma.
Verst að við höfum hvorki samböndin né peningana - en það er verið að vinna í því !
Verst að við höfum hvorki samböndin né peningana - en það er verið að vinna í því !
janúar 21, 2004
janúar 19, 2004
Mánudagur til mæðu ?
Byrja daginn á að moka bílinn minn upp, hefur verið óhreyfður síðan á föstudag og safnað snjó. Segir mér að ég hef ekkert farið um helgina - og það er alveg satt ! Báða dagana var ég að mála herbergi bjarnarins, sem verður reyndar hertekið af frumburðinum um leið og framkvæmdum lýkur. Eðlilega, það er stærra og betra. Þetta var svo mikil spasl og pensilvinna - tveir ofnar, tveir gluggar.Tíminn fór í að bíða í klukkutíma eftir að þessi eða hinn bletturinn þorni o.s.frv. Nú er samt málningarvinnunni lokið, næst er að setja upp gardínurnar, bóna gólfið og þá er mínum þætti lokið í bili. Ég veit reyndar að herbergi okkar hjóna mætti alveg við málningu, en nenni ekki að byrja á því alveg strax.
Á gleðikvennasíðunni er kominn inn nýr brandari (nýr er kannski of mikið sagt) !
Byrja daginn á að moka bílinn minn upp, hefur verið óhreyfður síðan á föstudag og safnað snjó. Segir mér að ég hef ekkert farið um helgina - og það er alveg satt ! Báða dagana var ég að mála herbergi bjarnarins, sem verður reyndar hertekið af frumburðinum um leið og framkvæmdum lýkur. Eðlilega, það er stærra og betra. Þetta var svo mikil spasl og pensilvinna - tveir ofnar, tveir gluggar.Tíminn fór í að bíða í klukkutíma eftir að þessi eða hinn bletturinn þorni o.s.frv. Nú er samt málningarvinnunni lokið, næst er að setja upp gardínurnar, bóna gólfið og þá er mínum þætti lokið í bili. Ég veit reyndar að herbergi okkar hjóna mætti alveg við málningu, en nenni ekki að byrja á því alveg strax.
Á gleðikvennasíðunni er kominn inn nýr brandari (nýr er kannski of mikið sagt) !